23.11.2009 | 22:20
FRÍA FRÉTTABLAÐIÐ KOMIÐ Í SÖLU ?
Sú er orðin staðreyndin að við sem búum á minni stöðum skulum kaupa fréttablaðið ef okkur þóknast að lesa það, þó ekki væri nema tilkynningar og auglýsingar.
Hvað segja þeir sem kaupa auglýsingar í blaðið, getur verið að verðið á auglýsingum hafi lækkað við þessa skerðingu ?
Allavega er stór hópur af fólki sem ekki kaupir blaðið og þá að sjálfsögðu hefur blaðið minna vægi fyrir auglýsendur.
Gaman væri að heyra hvort fólk er bara sátt við þetta og ekki síður þann stóra hóp sem kaupir auglýsingar í Fréttablaðinu.
Um bloggið
Björn Sigurðsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér er nokkuð sama þó að Fréttablaðið sé selt, en það á að sjálfsögðu eitt yfir alla að ganga. Núna kostar það 100 kall í Hlíðarenda í Hvolsvelli en 80 kr í Björkinni handan götunnar. Þetta er annars typisk þróun. Lengi vel kom Fréttablaðið á Landvegamót .Svo hætti það í sumar en hefur komið að Hellu. Þetta er byrjunin á endalokunum held ég. Samanber lasinn-veikur-dauður. Enn einn landsbyggðarskatturinn. Góðar stundir
Olgeir (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.